Skip to main content
Device Cleaning Guidelines

Hvernig á að hreinsa posa?

Verifone
Editorial Board

 

Nokkur atriði um hreinlæti posa til að minnka líkur á smiti manna á milli og um leið auka ánægju viðskiptavina og starfsfólks við notkun þeirra: 

AÐVARANIR / ATH: 

  • ALDREI ÚÐA Á EÐA HELLA VÖKVA BEINT Á TÆKIÐ.  

  • Aldrei skal nota klór, lakkleysi, málningaleysi eða önnur sterk hreinsiefni sem innihalda sem dæmi vetnisperoxíð eða ketón þar sem þau geta skemmt plast og gúmmí. 

  • Ekki skal nudda fast eða hrista tæki þar sem þau geta farið í „Tamper“ ham. Í slíkum tilfellum þarf að skipta posa út, hafið í huga að ekki er hægt að gera ráð fyrir tafarlausum útskiptum hvar sem er á landinu. 

  • Stöðurafmagn: Ekki skal nota þurra tusku til að þurrka af tæki þar sem það gæti orsakað stöðurafmagni og tæki gæti farið í „Tamper“ ham. 

 
Þrif og sótthreinsun: 

  1. Við mælum með að slökkt sé á tækinu sé þess unnt.  

  1. Við mælum með að tæki sé ekki tengt við rafmagn sé þess unnt. 

  1. Þrífið tækið samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan. 

  1. Þegar tæki er alveg orðið þurrt má tengja það aftur við rafmagn og/eða kveikja á því. 

Verifone tæki skal hreinsa á mildan hátt með hreinum og rökum klút til að fjarlægja óhreinindi, við mælum með microfiber klútum þar sem þær eru slitsterkar. Það er í lagi að nota 1-2 dropa af mildri sápu með. Vinsamlega ekki nota sterk efni. 

Eftir hreinsun má sótthreinsa tæki með rökum sótthreinsiklút eða setja 70-90% sótthreinsiefni í hreina tusku og strjúka af tæki, ekki þarf að nudda fast. Það er í lagi að hreinsa skjái á sama hátt, passið að ýta ekki fast á skjáinn. 

Hjálplegar upplýsingar til að vernda vinnustaðinn frá smiti er að finna á þessari slóð:   

https://www.covid.is/undirflokkar/vinnustadir  

 

Speak with us

I want to talk about new payment solutions

Contact Us